Á námskeiðinu er lögð áhersla á jógastöður og æfingar sem henta kylfingum sérstaklega. Æfingarnar munu stuðla að auknum liðleika, styrk, þoli, samhæfingu og aukinni einbeitingu.
Í lok hvers tíma verður hugleiðsla og slökun.
Námskeiðið er haldið á neðri hæð í Kletti klukkan 19:15-20:15 (fyrir nýliða í jóga) og 20:30-21:30 (framhaldsnámskeið og fyrir vana) og verður á eftirfarandi dögum
22. mars, mánudagur
25. mars, fimmtudagur
29. mars, mánudagur (fimmtudagur í þessari viku fellur niður vegna páska)
5. apríl, mánudagur
8. apríl, fimmtudagur
12. apríl, mánudagur
15. apríl, fimmtudagur
19. apríl, mánudagu
Frábært námskeiðið fyrir alla kylfinga!
Um Sigyn: Sigyn Jara er 21 árs Mosfellingur og lauk síðastliðið haust 200 klst. jógakennaranámi frá einu helsta jógastúdíói landsins, Yoga Shala Reykjavík.[/mk_fancy_title][mk_fancy_title size=“12″ font_family=“none“]Hugað verður vel að sóttvörnum og allar gildandi sóttvarnarreglur virtar.
16 ára aldurstakmark. 2 námskeið verða í boði.
Bæði fyrir byrjendur og lengra komna.[/mk_fancy_title]